Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. júní 2021 12:46
Elvar Geir Magnússon
Segir að aðstoðarþjálfari Selfyssinga hafi gefið Bjössa Hreiðars „bylmingsolnbogaskot"
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Víkurfréttir birta myndaseríu á heimasíðu sinni en fullyrt er að starfsmaður Selfyssinga hafi gefið Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Grindvíkinga, harkalegt olnbogaskot þegar liðin áttust við í Lengjudeildinni í gær.

Smelltu hér til að sjá myndaseríuna.

Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar um atvikið fyrir Víkurfréttir:

„Upp úr sauð á lokamínútum leiks Grindavíkur og Selfoss þegar liðsstjóri Selfyssingi fór úr boðvangi þeirra, inn í boðvang Grindvíkinga og slær boltann úr höndum boltastráks sem honum þótti ekki vera nógu röskur við að koma boltanum í leik og sagði hann vera að tefja. Við þennan yfirgang Selfyssingsins kom til orðaskipta milli liðsstjórans og bekks Grindvíkinga sem urðu til þess að liðsstjórinn gaf Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Grindvíkinga, bylmingsolnbogaskot. Við það reiddist einn úr starfsliði Grindvíkinga og fékk hann að líta rauða spjaldið eftir þessi viðskipti þótt upphafsaðilinn slyppi einungis með gult spjald," segir í umfjölluninni.

Umræddur liðsstjóri er Óskar Valberg Arilíusson, skráður sem aðstoðarþjálfari á skýrslu Selfyssinga, og fékk hann að líta gula spjaldið.

Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindvíkinga, birtir myndband af atvikinu á Twitter en miðað við það er atvikið alls ekki eins alvarlegt og Víkurfréttir lýsa:



„Það verður allt vitlaust á bekk Grindavíkur. Handalögmál og rautt spjald á loft!" skrifaði Sverrir Örn Einarsson sem textalýsti leiknum sem Grindavík vann 1-0. Grindavík er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar en Selfoss í ellefta.
Athugasemdir
banner
banner