Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. júní 2021 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael skoraði sitt fyrsta landsliðsmark
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðsins.

Landsleikur Færeyja og Íslands hefur satt best að segja ekki verið góð skemmtun og frammistaða Íslands ekki upp á marga fiska.

Staðan var markalaus í hálfleik þar sem Færeyingar voru ef eitthvað er betri aðilinn.

Mikael Neville kom inn á þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum og hann var núna að skora átta mínútum eftir að hann kom inn á.

„Ok þetta var geggjað mark! Birkir með flottan sprett og sendingu á Albert sem skallar boltann fyrir Mikael sem klárar á snilldarhátt! Það voru gæði í þessu marki! Leikurinn verið slakur hjá Íslandi en varamennirnir bjuggu þarna til virkilega flott mark," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu sem má nálgast hérna.

Mikael er 22 ára gamall leikmaður Midtjylland í Danmörku. Hann er að spila sinn áttunda landsleik og núna er hann búinn að opna markareikninginn.

Hægt er að sjá markið á vef RÚV með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner