Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. júní 2021 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slakt í Færeyjum - Mikael hetja Íslands
Icelandair
Hetja Íslands í kvöld.
Hetja Íslands í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Naumur sigur í Færeyjum.
Naumur sigur í Færeyjum.
Mynd: Getty Images
Færeyjar 0 - 1 Ísland
0-1 Mikael Neville Anderson ('70 )
Lestu nánar um leikinn

Ísland bar sigur úr býtum gegn Færeyjum í vináttulandsleik í kvöld. Leikurinn var ekki góður hjá íslenska liðinu samt sem áður.

Þetta var annar leikurinn í þessu landsliðsverkefni. Leikurinn var sérstakur vígsluleikur á þjóðarleikvangi Færeyja, Þórsvelli í Gúndadal, sem hefur gengið í gegnum miklar endurbætur.

Færeyingar eru komnir með þjóðarleikvang sem er mun flottari en Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangur Íslands.

Staðan var markalaus í hálfleik í kvöld og íslenska liðið leit ekki vel út.

„Búið að flauta. Kolbeinn Sigþórsson fékk dauðafæri í fyrri hálfleiknum, langbesta færið fyrir hlé. En færeyska liðið er einfaldlega heilt yfir búið að vera mun betra fyrstu 45 mínúturnar. Það er ýmislegt sem Arnar þarf að fara yfir í hálfleiknum," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Leikurinn var ekki mikil skemmtun en Ísland tók forystuna þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Mikael Neville Anderson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og var það mjög flott. „Birkir með flottan sprett og sendingu á Albert sem skallar boltann fyrir Mikael sem klárar á snilldarhátt! Það voru gæði í þessu marki!" skrifaði Elvar Geir þegar Mikael skoraði.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-1 fyrir Ísland í Færeyjum. Mikael hetjan.

Færeyingar jöfnuðu næstum því í lokin en Ögmundur Kristinsson kom í veg fyrir það.

Ísland tapaði gegn Mexíkó í síðustu viku en á svo leik við Pólland á þriðjudag. Það er síðasti leikurinn í þessu verkefni.
Athugasemdir
banner
banner