Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. júní 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það eru 20,5 prósent líkur á að Frakkar vinni Evrópumótið
Frakkar urðu Heimsmeistarar 2018.
Frakkar urðu Heimsmeistarar 2018.
Mynd: Getty Images
Frakkland er líklegasta liðið til að fara alla leið á EM í sumar samkvæmt tölfræðireikningum Opta.

Samkvæmt reikningum Opta eiga Frakkar 20,5 prósent möguleika á að vinna mótið sem verður haldið víðs vegar um Evrópu.

Næst á eftir Frakklandi koma Belgía og Spánn. Belgía er með 15,7 prósent líkur á sigri og Spánn 11,3 prósent.

Norður-Makedónía er talið að eiga minnsta möguleikann á sigri en þó er þeim gefið 0,02 líkur á sigri. Þar rétt á undan eru Slóvakía, Ungverjaland, Skotland og Finnland.

Evrópumótið hefst 11. júní næstkomandi en Fótbolti.net mun hita vel upp á næstu dögum fyrir mótið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner