fös 04. júní 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri frábært fyrir Liverpool að fá hann í stað Wijnaldum"
Donny
Donny
Mynd: EPA
Donny van de Beek var ekki í náðinni hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, á leiktíðinni.

Donny kom til United frá Ajax síðasta haust en eyddi mestum tíma á bekknum í vetur, byrjaði einungis fjóra deildarleiki. Sjaak Swart, goðsögn hjá Ajax, segir að Donny væri frábær kostur fyrir Liverpool þar sem Georginio Wijnaldum væri á útleið.

Swart mælir með því að Donny fari til annað hvort Bayern eða Liverpool ef hann vill yfirgefa United.

„Ef ég horfi á Liverpool þá væri frábært fyrir félagið að fá hann í stað Wijnaldum sem er á förum. Eða fyrir Thomas Muller hjá Bayern Munchen," sagði Swart.

„Hann er í samkeppni við einhverja átta miðjumenn hjá United en ég veit að hann getur nýst öðrum liðum. Ég hef samt ekki áhyggjur af honum ef hann verður áfram hjá United," sagði Swart.

Swaart var sjö sinnum hollneskur meistari með Ajax, þrisvar sinnum Evrópumeistari og skoraði 170 mörk í 461 deildarleik á árunum 1956-1973.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner