Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valið á rétt á sér - Besti íslenski markvörðurinn til þessa
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, nýliði í landsliðshópnum.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, nýliði í landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving er nýliði í landsliðhópnum fyrir vináttulandsleikina gegn Írlandi.

Auður hefur spilað vel með ÍBV, á láni frá Val, en hún verður 19 ára gömul í sumar.

„Auður er búin að standa sig vel undanfarið, gert vel í síðustu leikjum og er vonandi framtíðarmarkmaður, vonandi í kringum landsliðið næstu áratugi. Hún hefur verið í góðri framför og hefur heilt yfir verið að spila mjög vel með ÍBV," sagði Þorsteinn Halldórsson um valið á Auði.

Það var rætt um þennan efnilega markvörð í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum.

„Telma Ívarsdóttir var þarna síðast og hún er að vaxa inn í þetta hjá Blikum, en ég vil sjá meira frá henni til að hún geri tilkall til að vera í þessum hóp," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Þetta kemur pínu á óvart því maður gekk út frá því að Telma yrði valin. Ef þú skoðar frammistöðuna í deildinni það sem af er, þá er þetta ekki galið, þetta á rétt á sér," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.

„Fyrir mér er Auður búin að vera besti íslenski markvörðurinn í Pepsi Max-deildinni það sem af er sumri," sagði Mist.

„Mér finnst hún búa yfir miklum gæðum og hefur gert það í langan tíma, þó hún sé ekki búin að spila í efstu deild lengi. Ég man þegar ég sá hana spila þegar hún var 15 ára og ég sá það strax að hún hafði svo marga kosti. Ég var aðstoðardómari og var að flagga á línunni; það var svo margt sem hún hafði. Ég hafði aldrei séð þetta hjá ungum markverði áður, hvernig hún tók þátt í leiknum, spyrnugetan og allt þetta," sagði Björk Björnsdóttir, markvörður HK, sem er glöð að sjá Auði í hópnum.

Auður er stjúpdóttir landsliðsþjálfarans.

„Hún er bara það góð að það á enginn að geta gagnrýnt þetta," sagði Björk.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Írarnir koma, U19 í þjálfaraleit og bikarblaður
Athugasemdir
banner
banner
banner