Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. júní 2022 21:25
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: 14 ára skoraði þrennu í stórsigri Gróttu
Arnfríður Auður Arnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu og er nú markahæst í deildinni
Arnfríður Auður Arnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu og er nú markahæst í deildinni
Mynd: Heimasíða Gróttu
Það var heldur betur líflegur dagur í 2. deild kvenna í dag en hin 14 ára gamla Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði þrennu í 7-0 sigri Gróttu á Sindra.

Þetta var þriðji sigur Gróttu af þremur mögulegum í deildinni og vakti Arnfríður sérstaka athygli vegna aldurs hennar.

Hún var með eitt mark í deildinni fyrir leikinn í kvöld. Arnfríður, sem er fædd árið 2008, kom Gróttu yfir á 6. mínútu og bætti við öðru hálftíma síðar.

Arnfríður fullkomnaði síðan þrennuna um miðjan síðari hálfleikinn og er hún nú markahæst í deildinni ásamt Thelmu Lind Steinarsdóttur, sem gerði einmitt þrennu fyrir Álftanes í 4-3 tapi gegn ÍR í kvöld.

Völsungur lagði þá ÍH, 2-0. Fyrirliðinn, Hugrún Elvarsdóttir, gerði sjálfsmark þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Úrslit og markaskorarar:

Völsungur 1 - 0 ÍH
1-0 Hugrún Elvarsdóttir ('82 , Sjálfsmark)

Álftanes 3 - 4 ÍR
1-0 Thelma Lind Steinarsdóttir ('18 )
1-1 Sandra Dögg Bjarnadóttir ('41 )
1-2 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('47 )
2-2 Thelma Lind Steinarsdóttir ('68 )
2-3 Unnur Elva Traustadóttir ('73 )
2-4 Unnur Elva Traustadóttir ('81 )
3-4 Thelma Lind Steinarsdóttir ('81 )

Grótta 7 - 0 Sindri
1-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('6 )
2-0 Lilja Lív Margrétardóttir ('16 )
3-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('39 )
4-0 Ariela Lewis ('61 )
5-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('61 )
6-0 Signý Ylfa Sigurðardóttir ('72 )
7-0 Lilja Davíðsdóttir Scheving ('74 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner