Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 04. júní 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Birkir Már: Kominn tími til að liðið fari að vinna leiki
Birkir segist gera kröfu á sigur á mánudaginn.
Birkir segist gera kröfu á sigur á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og fyrrum landsliðsmaður, sá framfarir hjá íslenska landsliðinu í jafnteflinu gegn Ísrael í vikunni. Í viðtali við Morgunblaðið segir hann að það sé kominn tími á sigur á mánudag þegar Albanía kemur í heimsókn.

„Ég vonast fyrst og fremst til þess að liðið haldi áfram á sömu braut og haldi áfram að bæta sig á mánudaginn gegn Albaníu. Vonandi tekst okkur líka að ná í þrjú stig. Það er kominn tími til þess að liðið fari að vinna leiki og við þurfum líka að gera heimavöllinn okkar að þeirri gryfju sem hann var þar sem við fáum helst þrjú stig í öllum leikjum, eða allavega stig," segir Birkir í samtali við Bjarna Helgason.

„Án þess að sýna Albaníu óvirðingu þá finnst mér persónulega að við eigum að gera þá kröfu að við vinnum þá á okkar eigin heimavelli, þrátt fyrir að íslenska liðið sé að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun, þar sem við erum einfaldlega með nægilega gott lið til að vinna þá, miðað við mannskap."

Leikurinn gegn Ísrael og leikurinn gegn Albaníu eru hluti af B-deild Þjóðadeildarinnar þar sem þessi þrjú lið eru saman í riðli. Sigurlið riðilsins mun komast upp í A-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner