Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 04. júní 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carlos Tevez leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images

Argentínski framherjinn Carlos Tevez er búinn að leggja skóna á hilluna eftir rétt rúmlega 20 ára feril sem atvinnumaður í fótbolta.


Tevez er 38 ára gamall og lék síðast með Boca Juniors í heimalandinu. Hann yfirgaf Boca í fyrra og sagðist hafa tapað gleðinni og metnaðinum sem fylgja því að spila fótbolta á háu stigi eftir andlát föður hans.

„Ég er hættur, það er staðfest. Ég var með mikið af tilboðum á borðinu, meðal annars frá Bandaríkjunum, en ég gat ekki samþykkt neitt," sagði Tevez.

„Ég er búinn að gefa allt sem ég átti. Það var mjög erfitt að spila síðasta árið en gamli karlinn hélt mér við efnið og dreif mig áfram.

„Ég er hættur að spila því ég missti minn helsta stuðningsmann."

Tevez er goðsögn í fótboltaheiminum þar sem hann var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum þeirra félaga sem hann spilaði fyrir. 

Tevez lék meðal annars fyrir Manchester United, Manchester City og Juventus á ferlinum og á 76 landsleiki að baki fyrir Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner