Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 04. júní 2022 01:11
Ísak Orri Leifsson Schjetne
Chris Brazell: Ef við ætlum ekki að vinna leikinn þá skulum við ekki tapa honum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Strákarnir gætu verið vonsviknir að hafa ekki gengið af velli með öll þrjú stiginn til að reyna komast á topp deildarinnar, við vonuðumst eftir að Selfyssingar myndu missa stig í dag en svo var ekki og auðvitað misstum við af tveimur stigum hér.“   Segir Chistopher Brazell, þjálfari Gróttu eftir 2-2 jafntefli við Aftureldingu.


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Grótta

Þín fyrstu viðbrögð eftir leikinn?

Eins og ég sagði við strákana (í hálfleik), ef við ætlum ekki að vinna leikinn þá skulum við ekki tapa honum, og á einum tímapunkti héldu örugglega flestir að þessi leikur væri búinn en liðið sýndi á öðrum tímapunkti að það verður mikið mál að vinna okkur jafnvel á slæmum dögum eins og í dag.“

Hvaða áhrif hafði fyrra mark Aftureldingar á leikjarplanið hjá ykkur?

Það hafði meiri áhrif á þá sjálfa (Aftureldingu) frekar en á okkur, það gerði þeim kleift að bakka neðar á völlinn og eins og þú veist að ef þú nærð öðru marki þá ertu líklegast að fara vinna leikinn, en þeir gerðu það ekki. Þeir biðu lengi og vel eftir réttu tækifæri í spilinu. Við vorum kannski orðnir smá órólegir þegar lengra leið á leikinn og það voru mestu áhrifin frá þessu marki.“

Hversu mikilvægt er þetta stig sem þið fáið í lokin fyrir titilbaráttuna?

Við skulum ekki fara tala um titilbaráttuna alveg strax, við reynum bara að vinna hvern einasta leik og ef við munum ekki vinna þá, þá skulum við sjá til þess að tapa þeim allavega ekki. En að fá stig er frábært, hvað þá þegar okkur vantar tvo af okkar helstu leikmönnum en ákváðum samt að spila leikinn frekar en að fresta honum.“

Hvernig ætlaru að undirbúa liðið fyrir næsta verkefni?

Tja, Kannski förum við til Spánar í millitíðinni, það er svo langt í næsta leik. Ég myndi telja það vera góðann kost hvað er langt í næsta leik hjá okkur, okkur finnst gaman að æfa saman. Þannig að við ætlum að nýta sem mest af fullri æfingarviku, sem er mjög sjaldgæft á miðju tímabili. Þannig að við erum mjög spenntir að vera búnir með 5 leiki og hafa tíma til að ná öllum góðum aftur og vinna í nokkrum hlutum.“


Athugasemdir
banner
banner