Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. júní 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ég er mjög ánægður með mitt tímabil"
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson var einn besti maður Leuven í belgísku deildinni á nýafstöðnu tímabili en hann var á láni frá enska félaginu Arsenal.

Landsliðsmarkvörðurinn var lánaður frá Arsenal fyrir tímabilið og þurfti að sitja á bekknum til að byrja með.

Hann fékk svo tækifærið í bikarsigri á Lierse og braut sér svo leið inn í byrjunarliðið í lok nóvember. Eftir það var hann nýr aðalmarkvörður Leuven og stóð sig frábærlega.

Rúnar er ánægður með tíma sinn hjá Leuven þó liðið hafi ekki endilega náð tiltætluðum árangri. Leuven hafnaði í 11. sæti deildarinnar með 41 stig.

„Já, mjög svo. Það er aldrei öruggt að þú fáir að spila þegar þú ferð á láni og eins og ég sagði í mars þá var mér aldrei lofað því að ég færi beint inn í liðið. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að vinna mig inn í liðið tiltölulega fljótlega, spilað mjög vel, haldið sæti mínu og átt gott tímabil þó liðið sem heild náði ekki þeim markmiðum sem við settum. Ég er mjög ánægður með mitt tímabil," sagði Rúnar Alex við Fótbolta.net á dögunum.
Rúnar Alex: Ætla að kommenta sem minnst á þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner