Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 04. júní 2022 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Frakklands: Ég ráðlagði Mbappe að vera áfram hjá PSG
Emmanuel Macron og Kylian Mbappe eftir sigur Frakklands á HM 2018
Emmanuel Macron og Kylian Mbappe eftir sigur Frakklands á HM 2018
Mynd: EPA
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa ráðlagt Kylian Mbappe að vera áfram hjá Paris Saint-Germain, en hann sagði frá þessu í dag.

Mbappe tók sér dágóðan tíma í að ákveða framtíð sína en valið stóð á milli PSG og Real Madrid.

Um tíma virtist hann vera á leið til spænska félagsins en honum snérist hugur á elleftu stundu og framlengdi við PSG til næstu þriggja ára.

Franskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Emmanuel Macron reyndi að hafa áhrif ákvörðun Mbappe og staðfesti forsetinn það í dag.

„Það er rétt að ég hafði samband við Mbappe áður en hann tók ákvörðun um framtíð sína."

„Á formlegan hátt ráðlagði ég honum að vera áfram í Frakklandi. Ég tel það mína ábyrgð, sem forseti Frakklands, að vernda landið," sagði Macron sem lagði ríginn til hliðar, svona í ljósi þess að hann er harður stuðningsmaður erkifjendanna í Marseille.
Athugasemdir
banner