Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 04. júní 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola reyndi sitt besta til að sannfæra Pogba
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola hefur reynt sitt allra besta til að sannfæra franska miðjumanninn Paul Pogba um að ganga í raðir Manchester City á frjálsri sölu í sumar.


Þrátt fyrir þær tilraunir virðist Pogba ekki áhugasamur um að ganga í raðir Man City eftir sex ár hjá nágrönnunum í Manchester United.

The Athletic greinir frá því að Guardiola hafi hitt Pogba persónulega til að reyna að sannfæra hann um að ganga í raðir City og þá bauð Txiki Begiristain, yfirmaður fótboltamála, franska heimsmeistaranum risasamning til að skipta yfir í ljósblátt.

Pogba, sem hefði orðið meðal launahæstu leikmanna City, skoðaði tilboðið gaumgæfilega en ákvað að taka því ekki af virðingu við Man Utd.

Pogba er 29 ára gamall og eftirsóttur af nokkrum af stærstu félögum Evrópu, þá helst Juventus, Paris Saint-Germain og Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner