Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 04. júní 2022 17:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Ísak Bergmann: Hann er pabbi upp á hóteli en þjálfari á æfingasvæðinu
Verður klár í slaginn gegn Albaníu
Verður klár í slaginn gegn Albaníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Bergmann Jóhannesson var fjarrverandi vegna veikinda gegn Ísrael á fimmtudaginn þegar að íslenska A-landsliðið gerði 2-2 jafntefli  í Haifa en liðið leikur við Albaníu á mánudag.

"Gríðarlega flottur leikur út í Ísrael fannst mér, óheppnir að taka ekki sigurinn en ég er bara mjög spenntur fyrir leiknum á móti Albaníu"

"Mér finnst byrjunin og endirinn eitthvað sem við getum lagað, hvernig við getum lokað leikjum og tekið sigrana en þar á milli finnst mér við spila mjög vel. Hákon flottur inn á miðjunni, Jón Dagur og Þórir gríðarlega flottir. Það er mikið sem við getum tekið úr þessum leik og fyrst og fremst reyna tengja saman góðar frammistöður, stundum spilum við vel og svo slakan leik í kjölfarið þannig að ná að tengja saman tvo góða leiki er mikilvægt fyrir okkur" Sagði Ísak í viðtali við Fótbolta.net í dag.


Jóhannes Karl Guðjónsson er aðstoðarþjálfari landsliðsins og auðvitað faðir Ísaks, hvernig er að vera með hann á æfingasvæðinu?

"Það er öðruvísi en gaman, hann er auðvitað bara pabbi minn þegar við erum upp á hóteli en úti á velli er hann bara þjálfarinn minn og ég reyni bara að læra af honum eins og ég læri af Arnari"

Íslenska liðið spilar gegn Albaníu á Laugardalsvelli mánudagskvöld klukkan 18:45, er íslenska liðið búið að kynna sér Albanska liðið?

"Við höfum ekki farið yfir þá hingað til en þeir eru og hafa verið mjög góðir síðustu ár með leikmann eins og [Armando] Broja hjá Southampton en við fókusum bara á okkur sjálfa og ætlum okkur að tengja saman tvo góða leiki, það er það sem við fókusum á núna"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Ísak t.d. um tímann sinn hjá FC Kaupmannahöfn.


Athugasemdir
banner
banner
banner