Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 04. júní 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Jorge Jesus um Özil: Hans tími hérna er liðinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Jorge Jesus er nýr þjálfari Fenerbahce fyrir næstu leiktíð og hefur sagt að það sé ekkert pláss í liðinu fyrir Mesut Özil.


Özil er nýlega genginn í raðir Fenerbahce og sagði í viðtali á dögunum að hann ætlaði sér að klára ferilinn hjá tyrkneska stórveldinu sem var hans uppáhaldsfélag í æsku.

Özil á tvö ár eftir af samningnum og gaf það út í viðtalinu að hann væri reiðubúinn til að bíða eftir tækifæri með aðalliðinu þó það tæki langan tíma.

Þýski sóknartengiliðurinn er 33 ára gamall og skoraði 8 mörk í 22 leikjum á nýliðinni leiktíð, þrátt fyrir að hafa verið úti í kuldanum síðustu mánuði.

Mesut Özil spilaði síðast fótboltaleik 20. mars en þá reifst hann við Ismail Kartal, bráðabirgðaþjálfara Fenerbahce, sem var ekki sáttur með líkamsástandið á Özil samkvæmt heimildum Daily Mail.

„Hann fékk sinn tíma hérna. Hann á fallega sögu að baki í Tyrklandi og enginn getur tekið það í burtu frá honum," sagði Jesus um Özil. „Hann er heimsfrægur leikmaður en hans tími hérna er liðinn."

Miðað við þessi ummæli virðist Özil ekki einu sinni fá tækifæri til að sanna sig undir stjórn Jesus.

„Þjálfarinn Jorge Jesus eða leikmaðurinn Mesut Özil eru ekki það sem skiptir mestu máli hérna heldur er það félagið sjálft. Ég hef það að leiðarljósi við uppbyggingu liðsins."

Sjá einnig:
Özil neitar að yfirgefa Fenerbahce'


Athugasemdir
banner
banner
banner