Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. júní 2022 13:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Konate kallaður í landsliðið fyrir meiddan Varane
Mynd: EPA

Ibrahima Konate hefur verið valinn í franska landsliðshópinn í fyrsta sinn en hann kemur inn í stað Raphael Varane sem er meiddur.


Konate leikur með Liverpool en hann gekk til liðsins í sumar. Hann hafði fengið fleiri og fleiri tækifæri sem leið á tímabilið og spilaði meðal annars úslitaleiki FA bikarsins og Meistaradeildarinnar.

Varane varnarmaður Manchester United var mikið meiddur á síðustu leiktíð en hann missti úr 17 leiki vegna meiðsla. Varane var í byrjunarliði Frakklands í 2-1 tapi gegn Dannmörku í Þjóðadeildinni í gær.

Hann þurfti hins vegar að fara af velli eftir klukkutíma leik vegna meiðsla aftan í læri og búist við því að hann verði frá næstu vikurnar.

Framundan eru tveir leikir gegn Króatíu og einn gegn Austurríki í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner