Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. júní 2022 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Benedikt gekk frá Vestra í síðari hálfleik
Lengjudeildin
Benedikt Daríus Garðarsson
Benedikt Daríus Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir 5 - 0 Vestri
1-0 Mathias Laursen Christensen ('13 )
2-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('46 )
3-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('53 )
4-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('72 )
5-0 Frosti Brynjólfsson ('79 )

Lestu um leikinn


Fylkir og Vestri áttust við í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Fyrir leikinn var Fylkir með sjö stig en Vestri með fimm.

Fylkismenn byrjuðu vel en Mathias Laursen skoraði fyrsta mark leiksins strax á 13. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Daða Ólafssyni.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en Benedikt Daríus Garðarsson fór hamförum í þeim síðari. Hann skoraði fyrsta markið sitt strax á fyrstu mínútunni. Hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark Fylkis rúmum fimm mínútum síðar.

Vont varð verra fyrir Vestra þegar Benedikt skoraði þrennuna sína með glæsilegri vippu yfir Marvin í marki Vestra. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka fullkomnaði Benedikt stórkostlegan leik sinn með því að leggja upp mark fyrir Frosta Brynjólfsson. 5-0 lokatölur.


Byrjunarlið :

Byrjunarlið :
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner