Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. júní 2022 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Logi og Valgeir kallaðir inn í U21
Logi Tómasson kemur inn í hópinn
Logi Tómasson kemur inn í hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson og Valgeir Valgeirsson voru í dag kallaðir inn í U21 árs landslið karla fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi.

Finnur Tómas Pálmason er frá vegna meiðsla og getur ekki verið með í þessu verkefni og þá var Atli Barkarson kallaður inn í A-landsliðið.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins. hefur því kallað inn tvo leikmenn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi sem fer fram eftir fjóra daga.

Logi Tómasson, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings kemur inn og þá kemur Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, einnig inn í hópinn.

Ísland er í 3. sæti í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins með 12 stig, fimm stigum á eftir Grikklandi þegar tveir leikir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner