Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. júní 2022 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Mané skoraði þrennu og er nú markahæstur frá upphafi
Sadio Mané
Sadio Mané
Mynd: Getty Images
Senegalski sóknarmaðurinn Sadio Mané er markahæsti leikmaðurinn í sögu senegalska landsliðsins en hann gerði þrennu í 3-1 sigri á Benín í undankeppni Afríkukeppninnar í kvöld.

Mané var heldur betur í gírnum í kvöld og skoraði fyrsta markið eftir tólf mínútur úr vítaspyrnu áður en hann bætti við öðru marki tíu mínútum síðar og jafnaði þar með markamet Henri Camara.

Hann fullkomnaði svo þrennu sína með öðru marki úr vítaspyrnu eftir klukkutímaleik og endaði kvöldið sem markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

Mané, sem er á mála hjá Liverpool, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar og ganga í raðir Bayern München en gaf vísbendingar um það á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Benín.

Sóknarmaðurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Liverpool og vill fá nýja áskorun en hefur þó ekki tjáð Liverpool beint að hann vilji fara frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner