Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. júní 2022 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Með fimm þjálfara á síðustu leiktíð - „Aldrei gott ef þú ætlar að ná árangri"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kolbeinn Þórðarson lék rúman klukkutíma fyrir u21 árs landsliðið í stórsigri liðsins á Liechtenstein í gær.


Kolbeinn leikur með Lommel í Belgíu en hann ræddi stöðuna á félaginu í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

„Ég er með tveggja ára samning. Mér líður vel í Lommel, þetta tímabil var erfitt og skrítið. Við vorum með fimm þjálfara, það er aldrei gott ef þú ætlar að ná einhverjum árangri,"

Kolbeinn vill vera áfram næstu tvö árin hjá Lommel.

„Nei, ef það gerist eitthvað þá gerist það bara. Ég var með möguleika á að framlengja um tvö ár og þeir nýttu hann. Ég veit ekki hvað gerist en ég býst við að fara út til Lommel."

Sjá einnig:
Þjálfarinn yfirgaf liðið fjórum dögum fyrir fyrsta leik


Kolbeinn Þórðar: Það var ekki mikil mótstaða
Athugasemdir
banner
banner