Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. júní 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Milan notar Pobega á næstu leiktíð - Sanches efstur á lista
Pobega skoraði fjögur mörk fyrir Torino á deildartímabilinu.
Pobega skoraði fjögur mörk fyrir Torino á deildartímabilinu.
Mynd: EPA

Ítalíumeistarar AC Milan ætla að semja aftur við miðjumanninn öfluga Tommaso Pobega sem var meðal bestu leikmanna Torino á tímabilinu.


Pobega, sem verður 23 ára í sumar, er samningsbundinn Milan næstu þrjú árin en vill bættan samning. Hann mun berjast við menn á borð við Sandro Tonali, Ismael Bennacer og Rade Krunic um sæti í byrjunarliðinu.

Tiemoue Bakayoko gæti hins vegar verið að yfirgefa Milan þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af lánssamningnum við félagið.

Bakayoko er hjá Milan að láni frá Chelsea með kaupmöguleika en það þykir ljóst að Milan hefur ekki lengur áhuga á miðjumanninum.

Þjálfarateymi félagsins hefur meiri mætur á Pobega sem gæti þó verið að öðlast aukna samkeppni. Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches er efstur á óskalista AC Milan.


Athugasemdir
banner
banner