Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. júní 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mkhitaryan er búinn að velja Inter - Fær tveggja ára samning
Mynd: Getty Images

Armenski sóknartengiliðurinn Henrikh Mkhitaryan hefur hafnað nýju samningstilboði frá Roma og mun þess í stað spila fyrir Inter á næstu leiktíð.


Mkhitaryan var fastamaður í byrjunarliði Roma en hann vill spreyta sig í Meistaradeildinni áður en hann leggur skóna á hilluna og velur því að skipta til Inter.

Mkhitaryan, 33 ára, fær tveggja ára samning hjá Inter sem er með það sem markmið að vinna ítölsku deildina eftir að hafa misst titilinn til nágranna sinna og erkifjenda í AC Milan í vor.

Mkhitaryan skoraði 29 mörk í 117 leikjum á tveimur og hálfu ári hjá Roma.

Greint er frá því að Mkhitaryan sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Inter og standast læknisskoðun. Félagið á aðeins eftir að tilkynna skiptin.


Athugasemdir
banner
banner
banner