Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. júní 2022 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho mun ekki taka við PSG
Jose Mourinho fer ekki frá Roma
Jose Mourinho fer ekki frá Roma
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho mun ekki taka við keflinu hjá Paris Saint-Germain en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio.

Enska blaðið Telegraph greindi frá því fyrr í dag að Mourinho væri efstur á óskalista Paris Saint-Germain til að taka við af Mauricio Pochettino.

Leonardo, sem hefur gegnt hlutverki yfirmanns íþróttamála hjá PSG, var rekinn á dögunum og er Luis Campos að taka við stöðunni.

Þegar það er frágengið mun Campos fara í það að finna nýjan þjálfara fyrir Pochettino sem verður væntanlega rekinn á allra næstu dögum.

Di Marzio útilokar það hins vegar að Mourinho sé á leið til PSG og að hann ætli sér að vera áfram hjá Roma.

Þar kemur einnig fram að PSG ætli sér þá að fá Cristophe Galtier, þjálfara Nice, en Campos vann með honum hjá Lille og þekkjast þeir því vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner