Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. júní 2022 15:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúmlega 30 þúsund manns mæta á völlinn þrátt fyrir bann
Puskas Arena tekur 67 þúsund manns
Puskas Arena tekur 67 þúsund manns
Mynd: Getty Images

Ungverjaland og England mætast á Puskas Arena, heimavelli Ungverja í Þjóðadeildinni kl 16.


FIFA og UEFA hefur sett Ungverjaland í áhorfendabann í fimm leiki vegna hegðunar stuðningsmanna í undanförnum leikjum liðsins.

Ungverska knattspyrnusambandið fann hins vegar glufu í reglunum en krakkar 14 ára og yngri mega mæta á völlinn. Þá má vera einn fullorðinn á hverja tíu krakka.

Puskas Arena tekur um 67 þúsund manns en það er búist við því að um 36 þúsund manns mæti á völlinn í dag.

Gareth Southgate knattspyrnustjóri enska landsliðsins er hissa á þessu.

„Við erum öll hissa. Við erum þó að bjóða krökkum á völlinn okkar svo ég var ekki viss hvernig reglurnar voru. Ég veit ekki hversu margir mega mæta. Við verðum að vera viss um að við förum eftir því sem við trúum, við berjumst saman gegn rasisma. Það er í höndum annarra að annast refsiaðgerða," sagði Southgate.

Enskir stuðningsmenn eru einnig í banni frá heimaleikjum liðsins en England mætir Ítalíu þann 11. júní á Molineux og sambandið mun bjóða krökkum að mæta á þann leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner