lau 04. júní 2022 14:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfestir að Fannar Daði sé með slitið krossband
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór tapaði 2-0 gegn toppliði Selfoss í Lengjudeildinni í gær á heimavelli.


Þór er aðeins með fimm stig eftir fimm umferðir en liðið varð fyrir miklu áfalli strax í fyrsta leik þegar Fannar Daði Malmquist Gíslason meiddist.

Þorlákur Árnason staðfesti í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær að Fannar sé með slitið krossband og muni ekki spila meira með liðinu í sumar.

„Fannar Daði er með slitið krossband og mun ekki spila meira með okkur," sagði Láki.

Þórs liðið er ungt og óreynt en einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins, Sigurður Marinó Kristjánsson, hefur verið mikið fjarverandi en hann er að jafna sig af veikindum.

„Siggi Marinó er búinn að vera glíma við veikindi, við erum að vona að hann komi til baka á næstu vikum. Við lentum svolítið á vegg fyrir 3-4 leikjum síðan með það því við misstum Fannar Daða út en spilamennskan er að verða betri og betri," sagði Láki.

Sjá einnig:
Guðmann brjálaður - „Hversu margir þurfa að slíta krossbönd"
„Galið að sambandið skuli ekki vera með smá pung í að taka þessar ákvarðanir"


Athugasemdir
banner
banner
banner