Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. júní 2022 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Man Utd völdu Ronaldo bestan
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, framherji Manchester United, var í dag valinn besti leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum félagsins og er þetta í fjórða sinn sem hann vinnur verðlaunin.

Ronaldo, sem er 37 ára gamall, skoraði 24 mörk og lagði upp þrjú í 39 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Hann var einn af jákvæðu punktum liðsins á annars slöku tímabili og fær hann verðlaun fyrir það frá stuðningsmönnum United.

Þeir völdu hann besta leikmann tímabilsins og er þetta í fjórða sinn sem hann vinnur þau en vann einnig þessi verðlaun árið 2004, 2007 og 2008.

Verðlaunin voru fyrst sett á laggirnar árið 1988 og var nafninu breytt í Sir Matt Busby-bikarinn árið 1995 eftir að Busby lést. Ronaldo jafnaði David De Gea sem hefur einnig unnið verðlaunin fjórum sinnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner