Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 04. júní 2022 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Reynslulítið lið Ítalíu náði í stig gegn Þýskalandi
Ítalska liðið náði góðum árangri gegn Þjóðverjum
Ítalska liðið náði góðum árangri gegn Þjóðverjum
Mynd: EPA
Tyrkir unnu Færeyinga, 4-0.
Tyrkir unnu Færeyinga, 4-0.
Mynd: EPA
Ítalía og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Þjóðadeildarinnar á Stadio Renato Dall'Ara-leikvanginum í Bologna í kvöld.

Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, stillti upp afar óreyndu liði gegn Þýskalandi. Lorenzo Insigne, Jorginho og Marco Verratti voru allir sendir í frí eftir 3-0 tapið gegn Argentínu.

Giorgio Chiellini er hættur og Leonardo Bonucci voru fjarverandi og var því Mancini að prufukeyra nýja leikmenn en hann gerði tíu breytingar á liðinu.

Þýska liðið var líklegra til að ná inn í marki í fyrri hálfleiknum og skapaði sér nokkur góð tækifæri en þegar flautað var til hálfleiks var staðan markalaus.

Lorenzo Pellegrini kom Ítalíu á bragðið á 70. mínútu eftir fyrirgjöf frá Degnand Gnonto. Þetta er fyrsti leikur Gnonto sem er 18 ára gamall og á mála hjá svissneska liðinu Zürich.

Joshua Kimmich jafnaði metin stuttu síðar með skoti úr teignum og þar við sat. Lokatölur 1-1.

Tyrkland vann þá Færeyjar í B-deildinni, 4-0. Tyrkir leiddu í hálfleik, 1-0 eftir mark frá Cengiz Under og svo bætti liðið við þremur mörkum í síðari hálfleik.

Svartfjallaland lagði þá Rúmeníu, 2-0, í B-deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

A-deild:

Ítalía 1 - 1 Þýskaland
1-0 Lorenzo Pellegrini ('70 )
1-1 Joshua Kimmich ('73 )

B-deild:

Svartfjallaland 2 - 0 Rúmenía
1-0 Stefan Mugosa ('66 )
2-0 Marko Vukcevic ('87 )

Tyrkland 4 - 0 Færeyjar
1-0 Cengiz Under ('37 )
2-0 Ibrahim Halil Dervisoglu ('47 )
3-0 Serdar Dursun ('82 )
4-0 Merih Demiral ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner