Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. júní 2022 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Slök frammistaða Englendinga í Búdapest - Fyrsta tapið í 60 ár
Dominik Szoboszlai fagnar sigurmarkinu
Dominik Szoboszlai fagnar sigurmarkinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska karlalandsliðið tapaði fyrir Ungverjalandi, 1-0, er liðin mættust í A-deild Þjóðadeildarinnar í Búdapest í dag. Þetta er fyrsta tap Englands gegn Ungverjalandi í 60 ár.

Ungverjar voru þéttir til baka og beittu skyndisóknum en það vantaði allan áhuga og kraft í enska liðið.

Attila Szalai var ekki langt frá því að skora frá miðju í fyrri hálfleiknum er Englendingar misstu boltann frá sér. Skot hans fór yfir Jordan Pickford í marki enska liðsins en rétt framhjá markinu.

Um miðjan síðari hálfleikinn kom eina mark leiksins. Reece James braut klaufalega af sér í vítateignum og var það Dominik Szoboszlai sem skoraði úr vítinu.

Conor Coady, varnarmaður Englendinga, átti skalla rétt framhjá markinu og þá skaut Harry Kane föstu skoti í hliðarnetið en sigur Ungverja sanngjarn fyrir fulla stúku af krökkum. Stuðningsmenn Ungverjalands mega ekki mæta á leiki vegna kynþáttaníðs og var því ákveðið að leyfa krökkum 14 ára og yngri að mæta á leikvanginn og styðja liðið áfram

Finnland og Bosnía & Herzegóvína gerðu 1-1 jafntefli. Teemu Pukki skoraði fyrir Finna úr víti undir lok fyrri hálfleiks áður en Smail Prevljak jafnaði undir lok leiksins. Lúxemborg lagði þá Litháen, 2-0, í C-deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

A-deild:

Ungverjaland 1 - 0 England
1-0 Dominik Szoboszlai ('64 , víti)

B-deild:

Finnland 1 - 1 Bosnia Herzegovina
1-0 Teemu Pukki ('45 , víti)
1-1 Smail Prevljak ('90 )

C-deild:

Litháen 0 - 2 Lúxemborg
0-1 Danel Sinani ('44 )
0-2 Danel Sinani ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner