Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. júní 2022 15:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U21: Portúgal með níu tær á EM
Fabio Vieira
Fabio Vieira
Mynd: UEFA

Hvíta-Rússland 1-5 Portúgal
0-1 F. Vieira ('33 )
0-2 G. Ramos ('50 )
0-3 F. Vieira, Víti ('56 )
0-4 David Costa ('89 )
1-4 I. Vasilevich ('90 )
1-5 V. Oliveira ('90+4 )


Portúgal er komið langleiðina með að tryggja sér sæti á EM u21 árs landsliða en liðið átti ekki í miklum erfiðleikum með Hvítrússa í dag.

Fabio Vieira leikmaður Porto kom Portugal yfir eftir rúmlega hálftíma leik eftir undirbúning Goncalo Ramos. Ramos var síðan sjálfur á ferðinni í upphafi síðari hálfleik þegar hann kom Portúgal í 2-0. Vieira skoraði stuttu síðar þriðja markið úr vítaspyrnu.

David Costa kom Portúgal í 4-0 áður en Hvíta Rússland klóraði í bakkann í uppbótartíma. Portúgalir bættu síðan fimmta og síðasta marki leiksins við undir lokin.

Portúgal er á toppi D riðils með fimm stiga forystu á Grikkland sem er í 2. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland er síðan fimm stigum á eftir Grikkjum í 3. sæti og á veika von um að komast á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner