Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 04. júní 2022 12:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
UEFA biðst afsökunar á atburðunum í París
Lögreglan í París
Lögreglan í París
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid lagði Liverpool með einu marki gegn engu í úrslitum Meistaradeildarinnar um síðustu helgi.

Leikurinn frestaðist um rúman hálftíma þar sem stuðningsmenn liðanna voru fastir fyrir utan leikvanginn. UEFA sagði frá því að ástæðan væri þar sem margir voru með falsaða miða.

Liverpool og Real Madrid hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. 

„Það sem átti að vera mikil fótboltaskemmtun fyrir stuðningsmenn varð að óheppilegri lífsreynslu og ollu atvik kvöldsins mikilli reiði meðal stuðningsmanna um allan heim," segir meðal annars í yfirlýsingu Real Madrid.

UEFA hefur beðið félögin afsökunar.

„Enginn stuðningsmaður á að þurfa að lenda í þessu og þetta má ekki gerast aftur. UEFA biður þá stuðningsmenn innilegrar afsökunnar sem lentu í þessari ógnvekjandi lífsreynslu í aðdraganda leiksins á Stade de France þann 28 maí í París. Á kvöldi sem hefði átt að vera fögnuður evrópska fótboltans," segir í yfirlýsingu UEFA.

Emmanuel Macron forseti Frakklands hefur einnig tjáð sig um málið.

„Ég hugsa til allra sem lentu í þessu, þeirra sem fengu ekki að sitja í sætunum sem þeir borguðu fyrir. Ég hef beðið yfirvöld að gre grein fyrir því hvað gerðist, bera ábyrgð á þessu og útskýra fyrir samlöndum mínum, Bretum og Spánverjum hvað gerðist."


Athugasemdir
banner
banner
banner