Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. júní 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Ungversku krakkarnir bauluðu á Englendinga sem krupu á kné
Ungversku stuðningsmennirnir á vellinum í dag
Ungversku stuðningsmennirnir á vellinum í dag
Mynd: EPA
Ungverjaland átti að spila fyrir luktum dyrum er landsliðið mætti Englandi á Puskas-leikvanginum í Búdapest í Þjóðadeildinni í kvöld en ungverska knattspyrnusambandið fór aðra leið og fékk leyfi til þess að hleypa 30 þúsund stuðningsmönnum á leikinn.

Stuðningsmenn Ungverjalands eru í banni vegna kynþáttaníðs í garð leikmanna annarra þjóða.

UEFA heimilaði ungverska knattspyrnusambandinu að hafa 30 þúsund stuðningsmenn á leiknum í dag en þó mest megnis 14 ára og yngri. Einn fullorðinn mátti þá vera á hverja tíu krakka og má því áætlega að þeir hafi verið þrjú þúsund talsins.

Aldurinn virðist ekki skipta máli. Englendingar eru með þann sið að krjúpa á kné fyrir leiki og er það gert til að mótmæla lögregluofbeldi í garð svartra.

Krakkarnir bauluðu á þennan gjörning fyrir leikinn og virðist ekki nein breyting á hlutunum í Ungverjalandi eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner