Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 04. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vill losna við Tuanzebe og Bailly - Miklar mætur á Dalot
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Erik ten Hag nýr stjóri Manchester United vilji ólmur losna við nokkra leikmenn frá félaginu, þar á meðal varnarmennina Axel Tuanzebe og Eric Bailly.


24 ára gamall Tuanzebe á eitt ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana og hefur í heildina spilað 37 leiki fyrir félagið. Hann varði seinni hluta síðustu leiktíðar að láni hjá Napoli en fékk aðeins að spila tvo leiki fyrir félagið.

28 ára gamall Bailly á tvö ár eftir af sínum samningi og hefur spilað 113 leiki á sex árum hjá félaginu.

Bailly fékk aðeins að spila sjö leiki á nýliðinni leiktíð en það verður erfitt fyrir hann að finna sér nýtt félag án þess að taka verulega launalækkun á sig.

Ten Hag er þá sagður hafa miklar mætur á portúgalska bakverðinum Diogo Dalot, sem hann telur henta sér betur heldur en Aaron Wan-Bissaka. Wan-Bissaka er fáanlegur fyrir rétt verð í sumar, en Man Utd borgaði um 50 milljónir punda fyrir hann sumarið 2019.

Hinn 23 ára gamli Dalot spilaði 30 leiki fyrir Man Utd á síðasta tímabili og á í heildina 65 leiki að baki fyrir félagið.


Athugasemdir
banner