Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 04. júlí 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Björn Kuipers dæmir leik Englands og Svíþjóðar
Kuipers dæmir leik Englands og Svíþjóðar.
Kuipers dæmir leik Englands og Svíþjóðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Björn Kuipers verður á flautunni í leik Englands og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta.

Kuipers er afar reyndur dómari og hefur dæmt í mörgum stórum leikjum, meðal annars úrslitaleik Evrópudeildarinnar í ár á milli Atletico Madrid og Marseille. Þá dæmdi Kuipers einnig leik Rússlands og Spánar í 16-liða úrslitunum.

Þrátt fyrir að hljóta gagnrýni fyrir frammistöðu sína í leiknum þar sem sumir töldu hann hliðhollan Rússum hafa fyrrum dómarar komið honum til varnar og segja ákvarðanir hans í leiknum hafa verið réttar.

Kuipers hefur einnig dæmt leiki Egypta og Úrúgvæ ásamt leik Brasilíu og Kosta Ríka í riðlakeppninni. Þá er einnig gaman að segja frá því að utan fótboltans er hann eigandi matvöruverslunar og hárgreiðslustofu í heimbaæ sínum, Oldenzaal.

Fyrirtæki hans hefur þénað svo vel að hann er meðal annars einn af styrktaraðilum Max Verstappen í Formúlu 1. Kuipers er því án efa einn ríkasti dómari heimsmeistaramótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner