mið 04. júlí 2018 09:45
Magnús Már Einarsson
Falcao: Dómarinn var hlutdrægur í garð Englendinga
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao, framherji Kolumbíu, hefur sakað bandaríska dómarann Mark Geiger um að hafa verið hlutdrægur í garða enska landsliðsins í leik liðanna í 16-liða úrslitum á HM í gær.

Kolumbía fékk sex af átta gulum spjöldum leiksins auk þess sem England skoraði úr vítaspyrnu.

Falcao vill meina að dómarinn hafi dæmt með Englendingum í leiknum. England vann leikinn í vítaspyrnukeppni.

„Mér fannst furðulegt að þeir settu bandarískan dómara í þetta verkefni," sagði Falcao.

„Í sannleika satt þá vekur það upp miklar efasemdir. Hann talaði bara ensku og það er klárt að það var einhver hlutdrægni hjá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner