Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. júlí 2020 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías og félagar markatölunni frá því að fara upp - Ingibjörg lék sinn fyrsta leik
Elías Rafn var frábær á þessari leiktíð með Aarhus Fremad.
Elías Rafn var frábær á þessari leiktíð með Aarhus Fremad.
Mynd: UEFA.com
Tveimur leikjum þar sem Íslendingar voru í eldlínunni var rétt í þessu að ljúka á Norðurlöndunum.

Elías Rafn Ólafsson varði mark Aarhus Fremad í dönsku C-deildinni og Ingibjörg Sigurðardóttir lék sinn fyrsta deildarleik með Vålerenga í efstu deild í Noregi.

Danmörk
Elías Rafn er að láni hjá Fremad frá Midtjylland og hefur hann leikið gríðarlega vel á milli stanganna. Fremad þurfti á sigri að halda í lokaumferðinni og á sama tíma treysta á að Helsingor myndi tapa gegn Jammerbugt á heimavelli.

Fremad valtaði yfir BK Frem, 7-0, þar sem einn leikmaður Frem fékk að líta rauða spjaldið. Helsingor hins vegar hélt núllinu á heimavelli og fer upp í B-deildina á betri markatölu heldur en Fremad. Fremad endar með 42 mörk í plús á meðan Helsingor endar með 46 mörk í plús. Elías og félagar fengu einungis á sig tólf mörk í 23 leikjum en Helsingor skoraði talsvert fleiri mörk.

Noregur
Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Vålerenga á útivelli gegn Sandviken, um er að ræða leik í fyrstu umferð deildarinnar. Ingibjörg gekk í raðir Vålerenga frá Djurgarden í Svíþjóð eftir síðasta tímabil.

Vålerenga endaði í 2. sæti á síðustu leiktíð og Sandviken í 4. sætinu. Sandviken sigraði í dag, 3-2. Ekki draumabyrjun hjá Vålerenga.
Athugasemdir
banner
banner