Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. júlí 2021 01:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Arnór Ingvi kom inn á í svekkjandi jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason byrjaði á bekknum í gærkvöld þegar lið hans, New England Revolution, heimsótti Columbus Crew í MLS-deildinni í Norður-Ameríku.

New England byrjaði leikinn frábærlega og var komið 2-0 yfir eftir hálftíma leik.

Columbus komst inn í leikinn rétt fyrir leikhlé með marki frá Gyasi Zardes. Staðan var 1-2 þegar flautað var til hálfleiks.

Mark Columbus kom á besta tíma og ýtti við þeim fyrir seinni hálfleikinn. Svo þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, þá jafnaði Columbus í 2-2.

Þar við sat, lokaniðurstaðan 2-2 jafntefli. Arnór Ingvi kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og spilaði um korter fyrir New England sem er á toppnum í Austurdeild MLS-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner