Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. júlí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benfica tapaði gegn B-liði sínu
Ungur stuðningsmaður Benfica.
Ungur stuðningsmaður Benfica.
Mynd: Getty Images
Portúgal er að hefja undirbúningstímabil sitt fyrir næstu leiktíð. Liðið byrjaði það með því að spila gegn B-liði sínu.

Svo fór að B-liðið fór með sigur af hólmi, 1-0. Henrique Pereira skoraði mark B-liðsins.

Það voru ekki allir leikmenn klárir í slaginn með aðalliðinu; nokkrir eru enn í fríi, nokkrir eru að spila á Copa America og nokkrir eru nýbúnir að ljúka þáttöku á EM.

Samt sem áður eru þetta nokkuð óvænt úrslit enda gerist það ekki á hverjum degi að aðallið tapar gegn B-liði.

Benfica hafnaði í þriðja sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Sporting varð meistari.
Athugasemdir
banner
banner