Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. júlí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Kórdrengjum á æfingar hjá Burnley
Lengjudeildin
Lukas Jensen.
Lukas Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lukas Jensen hefur komið gríðarlega öflugur inn í mark Kórdrengja í Lengjudeildinni, en hann mun ekki spila fleiri leiki fyrir félagið í sumar.

Vegna meiðsla hjá markvörðum Kórdrengja þá var Jensen fenginn á láni frá Burnley. Þessi danski markvörður hefur staðið sig virkilega vel og verið með betri markvörðum Lengjudeildarinnar í sumar.

Það kom fram í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær að Burnley væri búið að kalla hann til baka.

„Við þurfum að fá annan markvörð. Það er óvitað hvenær Lukas þarf að fara, mögulega fljótt en mögulega tollir hann aðeins lengur," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni í síðustu umferð.

Davíð hefur talað um Jensen sem einn besta markvörð landsins og það er mikil blóðaka fyrir félagið að missa hann.

„Ég held að þetta sé eitthvað tengt því að Nick Pope er meiddur, enski landsliðsmarkvörðurinn," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Þannig að markvörður úr Kórdrengjum þarf að fara á æfingu hjá Burnley. Mjög skemmtilegt," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Kórdrengir eru núna í markvarðarleit en það verður erfitt að fylla skarð Jensen.
Davíð Smári: Það eru fá lið í deildinni sem vilja þetta jafn mikið
Útvarpsþátturinn - Íslenski boltinn og Ítalía á EM
Athugasemdir
banner
banner