Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. júlí 2021 13:33
Brynjar Ingi Erluson
Frankfurt í viðræðum við Milan um Hauge
Jens Petter Hauge er sennilega á förum frá Milan
Jens Petter Hauge er sennilega á förum frá Milan
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt og Milan eru í viðræðum um norska vængmanninn Jens Petter Hauge. Það er félagaskiptakóngurinn Fabrizio Romano sem segir frá þessu.

Hauge, sem er 21 árs gamall, var keyptur til Milan frá norsku meisturunum í Bodö/Glimt fyrir síðasta tímabil.

Hann spilaði 28 leiki, skoraði 8 mörk og lagði upp 3 í öllum keppnum með Milan en hann gæti nú verið á förum frá félaginu.

Eintracht Frankfurt er í viðræðum við Milan um kaup á Hauge en félagið er tilbúið að bjóða 8 milljónir evra í Norðmanninn.

Milan vill þó meira fyrir leikmanninn og munu viðræður halda áfram á næstu dögum.

Frankfurt er þá búið að ganga frá samningum við kólumbíska landsliðsmanninn Rafael Santos Borre en hann kemur á frjálsri sölu eftir samningur hans við River Plate rann út á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner