Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. júlí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til að Mbappe verði á bekknum allt næsta tímabil
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Eric Di Meco, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, leggur til að Kylian Mbappe verður settur á bekkinn hjá Paris Saint-Germain allt næsta tímabil ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.

Sögur hafa verið um að Mbappe vilji ekki skrifa undir nýjan samning en núgildandi samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

Þetta er hættulegur leikur fyrir PSG; Mbappe getur farið frítt næsta sumar, hann ræður.

„Það er hann sem heldur á spilunum. Hvað geturðu gert sem PSG? Þú getur hann látið hann sitja á bekknum allt tímabilið. Paris getur gert það og þannig læturðu hann vita að hann ræður ekki," sagði Di Meco við RMC.

Mbappe er 22 ára og einn besti fótboltamaður í heimi. Það yrði dýrt fyrir PSG að missa hann á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner