Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. júlí 2021 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Noregur: Emil kom við sögu í sterkum sigri
Emil Pálsson ásamt Viðari Ara sem átti stórleik fyrir Sandefjord fyrr í dag.
Emil Pálsson ásamt Viðari Ara sem átti stórleik fyrir Sandefjord fyrr í dag.
Mynd: Sandefjord
Fjórum leikjum er nýlokið í norsku úrvalsdeildinni. Sarpsborg, lið Emils Pálssonar vann frábæran sigur á toppliði deildarinnar, Molde.

Emil byrjaði leikinn á bekknum, það var markalaust í hálflek en Emil kom inná á 69. mínútu og fimm mínútum síðar skoruðu Sarpsborg eina mark leiksins. Liðið spilaði einum færri síðustu mínúturnar en Anton Saletros lét reka sig af velli.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í hóp hjá Molde vegna meiðsla. Sarpsborg er í 11. sæti deildarinnar.

Hólmar Örn Eyjólfsson sat allan tíman á varamannabekk Rosenborg sem gerði 2-2 jafntefli gegn Odd. Adam Örn Arnarson lék rúmar 70 mínútur fyrir Tromsö sem tapaði gegn Haugesund 3-0.
Athugasemdir
banner
banner