Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. júlí 2021 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Noregur: Ingibjörg skoraði í dramatísku tapi Valerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valerenga og Rosenborg áttust við í toppslag í norsku úrvalsdeild kvenna í kvöld.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Valerenga en Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum en kom inná eftir rúman klukkutíma leik.

Ingibjörg gerði sér lítið fyrir og kom Valerenga yfir eftir hálftíma leik. Rosenborg jafnaði metin á 64. mínútu. Dejana Stefanovic fékk gullið tækifæri til að koma Valerenga yfir af vítapunktinum á 85. mínútu en hún klúðraði.

Sara Fornes tryggði Rosenborg sigur í uppbótartíma, 1-2 sigur Rosenborg staðreynd.

Rosenborg er á toppi deildarinnar með 21 stig en Valerenga með 18 stig í 3. sæti eftir 7 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner