Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. júlí 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Paratici: Ætlum að halda Kane
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham var í viðtali hjá Sky Sports í kvöld.

Paratici var áður að störfum hjá Juventus.

Það hefur mikið gengið á utanvallar hjá Tottenham en Jose Mourinho var rekinn sem þjálfari félagsins undir lok síðasta tímabils, Ryan Mason tók við liðinu tímabundið.

Nuno Espirito Santo var ráðinn stjóri félagsins í lok júní en Patrici staðfesti viðræður við menn á borð við Antonio Conte, Gennaro Gattuso og Paulo Fonseca.

Hann tjáði sig einnig um stöðu Harry Kane hjá félaginu en hann ætlar að gera allt til að halda honum.

„Við viljum halda Harry Kane hjá Tottenham, það er okkar markmið. Ég hef verið heppinn að sjá marga topp leikmenn hjá Juventus og ég vil njóta þess að sjá Kane lika. Hann er einn af bestu framherjum heims." sagði Patrici.

„Ég hef ekki spjallað við hann ennþá, bara af því að ég vil ekki trufla leikmennina okkar á EM. Hann er frábær framherji." bætti hann við.
Athugasemdir
banner
banner