Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 04. júlí 2021 15:32
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Oskar og Valgeir fögnuðu sigri á AIK
Valgeir Lunddal og félagar í Häcken unnu góðan sigur
Valgeir Lunddal og félagar í Häcken unnu góðan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oskar Sverrisson og Valgeir Lunddal Friðriksson spiluðu báðir í 2-1 sigri Häcken á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti leikur þeirra eftir hlé á deildinni.

Síðasti leikurinn var spilaðu í lok maí áður en það kom frí í deildinni en þá tapaði Häcken fyrir Halmstad, 2-0.

Liðið byrjar síðari hlutann með stæl en liðið lagði AIK að velli, 2-1.

Valgeir Lunddal Friðriksson og Oskar Sverrisson komu báðir við sögu í leiknum. Oskar kom inná á 58. mínútu en Valgeir á 74. mínútu.

Häcken er í 12. sæti með 9 stig en þetta var aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner