Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. júlí 2022 11:46
Elvar Geir Magnússon
Bellanova í læknisskoðun hjá Inter
Raoul Bellanova.
Raoul Bellanova.
Mynd: Getty Images
Raoul Bellanova er í læknisskoðun hjá Inter en hann verður fimmti leikmaðurinn sem Inter fær í sumar; á eftir André Onana, Henrikh Mkhitaryan, Romelu Lukaku og Kristjan Asllani.

Bellanova er 22 ára hægri bakvörður sem hefur spilað fyrir öll yngri landslið Ítalíu.

Hann var í yngri liðum AC Milan en gekk svo í raðir Bordeaux og fór svo til Cagliari.

Inter borgar 3 milljónir evra til Cagliari fyrir að fá hann lánaðan til júní 2023. Þeir hafa svo klásúlu um að geta keypt hann fyrir 7 milljónir evra og eru skyldugir til að kaupa hann að uppfylltum ákvæðum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner