Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 04. júlí 2022 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen gerir munnlegt samkomulag við Man Utd
Eriksen tekur hornspyrnu á Old Trafford.
Eriksen tekur hornspyrnu á Old Trafford.
Mynd: EPA
Christian Eriksen hefur náð munnlegu samkomulagi við Manchester United um að ganga í raðir félagsins. Eriksen er samningslaus eftir að hafa spilað með Brentford eftir áramót.

Eriksen er þrítugur danskur landsliðsmaður og hefur verið fjallað um það að undanförnu að hann væri að velja á milli Brentford og Manchester United.

Það er David Ornstein, blaðamaður The Athletic sem greinir frá samkomulagi Eriksen við United og segir Ornstein að Eriksen muni gera þriggja ára samning við félagið.

Enn eigi þó eftir að ganga frá lausum endum varðandi samninginn og í kjölfarið fer Eriksen svo í læknisskoðun.

Eriksen hné niður í leik með Danmörku á EM í fyrra, fékk hjartastopp og í kjölfarið var græddur í hann bjargráður til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Eriksen var samningsbundinn Inter en á Ítalíu er ekki leyfilegt að spila með bjargráð og því samdi hann við Brentford eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner