mán 04. júlí 2022 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Fjölmennt á æfingu landsliðsins í dag
Icelandair
Starfsfólk Puma fylgist með.
Starfsfólk Puma fylgist með.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það var mjög fjölmennt á æfingu íslenska landsliðsins í Fürth í Þýskalandi í dag.

Starfsfólk frá íþróttavöruframleiðandanum Puma var mætt á æfingasvæðið til að fylgjast með æfingu Íslands.

Puma, sem sér um allan fatnað íslensku landsliðana, er með höfuðstöðvar sínar í Herzogenaurach - þar sem íslenska liðið dvelur á meðan það er í Þýskalandi. Bærinn er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Fürth þar sem Ísland æfir.

Stelpurnar okkar hafa nýtt sér þessar höfuðstöðvar Puma vel. Þar er stór líkamsrækt þar sem leikmenn okkar lið hafa farið og æft. Einnig er þar körfuboltavöllur sem stelpurnar hafa leikið sér á.

Starfsfólki Puma bauðst að koma og horfa á æfinguna í dag og nýtti sér það tækifæri.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner