Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. júlí 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Meiri keyrsla en í gær - „Þessi æfing var geggjuð"
Icelandair
Sif hvíldi smá í gær en var með allan tímann í dag.
Sif hvíldi smá í gær en var með allan tímann í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það var mikil keyrsla á æfingu íslenska landsliðsins og tók liðið vel á því. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, setti saman góðar drillur og úr varð mjög góð æfing.

Það eru einungis sex dagar í fyrsta leik liðsins á EM þar sem andstæðingurinn verður Belgía.

„Þessi æfing var geggjuð. Við fengum að spila ellefu á móti ellefu og það er alltaf gaman. Það var gott tempó. Ég elska keyrslu. Við þurftum á þessu að halda. Það er leikur eftir sex daga og við þurftum að fá smá spil. Stelpurnar stóðu sig frábærlega,” sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eftir æfinguna.

Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingunni frá upphafi til enda. Sif Atladóttir hvíldi smávegis í gær en var með allan tímann í dag.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Gunnhildi í heild sinni.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Gunnhildur alls ekki svekkt - „Mun alltaf gefa henni bandið"
Athugasemdir
banner
banner