Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 04. júlí 2022 12:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Qarabag sýnt Willum áhuga en ólíklegt að hann fari þangað
Mynd: BATE
Í síðustu viku var greint frá því að mikill áhugi væri á Willum Þór Willumsson, m.a. frá Hollandi. Belgísk félög hafa einnig áhuga á Willum sem er leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi.

Þá hefur Qarabag í Aserbaísjan einnig sýnt Willum áhuga en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ólíklegt að Willum fari þangað. Qarabag er ríkjandi meistari í Aserbaísjan og á liðið leik á morgun í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar mætir liðið Lech Poznan í Póllandi.

Willum á hálft ár eftir af samningi sínum við BATE og eru einhverjar líkur á því að hann fari frá Hvíta-Rússlandi nú í sumar.

Hann sneri til baka eftir meiðsli sem hafa plagað hann í rúman mánuð í gær þegar BATE gerði 1-1 jafntefli við Energetik. Willum lék fyrstu 80 mínúturnar.

„Það eru nokkur tilboð á borðinu og hlutirnir skýrast vonandi á næstunni," sagði Ólafur Garðarsson við Fótbolta.net en hann er umboðsmaður Willums.
Athugasemdir
banner
banner
banner