Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. júlí 2022 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Þrír Íslendingar í sigurliðum í Skandinavíu
Bjarni Mark spilaði allan leikinn í 3-0 sigri Start
Bjarni Mark spilaði allan leikinn í 3-0 sigri Start
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír Íslendingar fögnuðu sigrum á Norðurlöndunum í dag en Bjarni Mark Antonsson og félagar hans í Start unnu meðal annars góðan 3-0 sigur á Stjordals Blink í norsku B-deildinni.

Bjarni Mark var í byrjunarliði Start og spilaði allan leikinn í dag en Stjordal Blink spilaði manni færri stærstan hluta síðari hálfleiksins.

Start er í 7. sæti norsku B-deildarinnar með 19 stig.

Böðvar Böðvarsson kom þá inná sem varamaður á 65. mínútu er Trelleborg lagði Norrby 2-1 í sænsku B-deildinni. Trelleborg er í 5. sæti með 21 stig.

Adam Ingi Benediktsson sat á varamannabekknum hjá Gautaborg sem vann Degerfors 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni en lið Adams er í 7. sæti með 20 stig.

Íslendingalið Hönefoss tapaði þá fyrir varaliði Álasunds, 2-0, í D-deildinni í Noregi. Valgeir Árni Svansson sat allan tímann á bekknum en Hönefoss er í 8. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner